26 Ágúst 2007 12:00

Rétt fyrir kl. 12:00 á hádegi var tilkynnt um erlenda konu sem ekki hafði komið fram í skála í Kverkfjöllum í gær og var farið að óttast um hana. Settar voru í gang leitaraðgerðir.

Kl 12:56 var tilkynnt um rútuslys í Bessastaðabrekku á Fljótsdalsheiði. Í rútunni væru 25 farþegar og a.m.k. 10 – 15 slasaðir. Í framhaldi af því tók lögreglan á Húsavík við stjórnun leitarinnar að konunni en lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði einbeitti sér að stjórnum lögreglu- og björgunaraðgerða vegna rútuslyssins.

Á vettvang fóru 4 lögreglumenn frá lögreglunni á Egilsstöðum og var kallað eftir aðstoð frá lögreglunni á Eskifirði sem einnig kom á staðinn. Sjúkrabifreiðar frá Heilsugæslunni á Egilsstöðum og Kárahnjúkum voru sendar á staðinn sem og björgunarsveitarmenn.

Björgunaraðgerðir voru mjög umfangsmiklar og var samhæfingarstöðin í Skógarhlíð í Reykjavík virkjuð. Svæðisstjórn björgunarsveita var kölluð út og aðstoðaði lögreglu vegna málsins. Björgunaraðgerðir gengu mjög vel fyrir sig og voru allir farþegar og bílstjóri komnir í Egilsstaði um kl. 15:00 annað hvort á heilusgæsluna eða fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Grunnskólanum á Egilsstöðum.

Til Egilsstaða voru sendar tvær þyrlur landhelgisgæslunnar, TF Eir og TF Gná, sem og Fokker gæslunnar svo og sjúkraflugvélar frá Akureyri og Fokker gæslunnar. Með þessum flugkosti komu læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn.

Í rútunni voru 30 farþegar og bílstjóri, farþegarnir erlendir starfsmenn Arnarfells. Með flugvélum voru 9 fluttir til Reykjavíkur og 2 til Akureyrar. 4 voru fluttir landleiðina á sjúkrahúsið á Norðfirði. Að öðrum var gert á heilsugæslunnni á Egilsstöðum.

Hjálparsími Rauða Krossins fyrir aðstandendur sem staddir eru erlendis er 00354-5450412.

Rúmlega fjögur fannst konan í Hveragili heil á húfi.