13 Desember 2010 12:00

Tuttugu manna hópur saksóknara frá borginni Uddevalla í Suður-Svíþjóð heimsótti lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á dögunum og kynnti sér starfsemi hennar, m.a. kynferðisbrotadeildar embættisins. Svíarnir voru jafnframt upplýstir um skipulag ákæruvalds á Íslandi, meðferð brota barna og ungmenna og samstarf við félagsmálayfirvöld. Gestirnir, sem hrifust mjög af verklagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, notuðu líka tækifærið í þessari Íslandsferð og heimsóttu einnig Barnahús en þar var þeim sömuleiðis vel tekið. Hér að neðan gefur að líta hina góðu gesti en með þeim á myndinni er Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.