30 Júlí 2002 12:00

Eins og undanfarin ár hafa lögreglustjórarnir á Vestfjörðum og í Dalasýslu, n.t.t. í Bolungarvík, á Hólmavík, á Ísafirði, á Patreksfirði og í Búðardal, haft með sér samstarf um löggæslu um verslunarmannahelgina.  Sami háttur verður á þetta árið.  Á þessu svæði verða alls 8 lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina.  Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni svo og þeim svæðum sem líkur benda til að mannsafnaður verði.

Lögreglan á þessu svæði vill sérstaklega hvetja ökumenn til að aka varlega og eftir aðstæðum. Hollt er heilum vagni heim að aka.

Lögregluliðin á Vestfjörðum og í Dalasýslu

Lögregluliðin á Vestfjörðum og í Dalasýslu

Lögreglumenn á Patreksfirði og Ísafirði hittast á eftirlitsferð !

Lögreglumenn á Patreksfirði og Ísafirði hittast á eftirlitsferð !