2 Mars 2006 12:00

Ríkislögreglustjóri af hálfu lögreglunnar og forstjóri Landhelgisgæslunnar hafa gert með sér samkomulag um samstarf lögreglu og Landhelgisgæslu. Þessar tvær stofnanir hafa um langt skeið átt gott og mikið samstarf en samningur þeirra á milli hefur ekki verið gerður fyrr en nú.  Samstarfsamningur, sem undirritaður var 28. febrúar sl., og staðfestur af dómsmálaráðherra sem æðsta yfirmanni beggja stofnana, tekur til margvíslegra viðfangsefna á sviði löggæslu, leitar- og björgunarmála og almannavarna, en einnig til sameiginlegra æfinga og gagnkvæmrar þjálfunar. 

Myndir sem hér fylgja voru teknar í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð þegar samstarfsamningurinn var undirritaður.