31 Janúar 2003 12:00

Um langt árabil var í gildi samningur við slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahús, áður slysadeild Borgarspítalans, um að læknar spítalans önnuðust töku blóðasýna fyrir lögregluna, s.s. vegna ölvunaraksturs. Á síðasta ári sagði yfirlæknir slysadeildarinnar samningnum upp, en samkomulag var um að þjónustan yrði veitt þar til lögreglan hefði komið á samningi við annan aðila. Í framhaldinu fóru fram viðræður við forsvarsmenn Læknavaktarinnar ehf. um að taka að sér þessa þjónustu.

Í dag var undirritaður samningur milli ríkislögreglustjórans og fyrirtækisins um blóðsýnatöku fyrir embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Samningurinn tekur gildi 11. febrúar 2003.

Á myndinni sem tekin var af þessu tilefni eru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Atli Árnason og Þórður Ólafsson frá Læknavaktinni ehf.