22 September 2006 12:00

Miðvikudaginn 20. september sl. fór fram samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum.  Æfingin var haldin í ráðstefnumiðstöð danska ríkislögreglustjórans og heiti hennar var GIMLI en orðið er sótt í norræna goðafræði.

Æfingin var „skrifborðsæfing“ þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum. 

Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk og Ísland tóku öll þátt í æfingunni og þátttakendur þurftu að glíma við margvísleg hryðjuverkatilfelli sem mögulega gætu komið upp.  Markmiðið var að styrkja samvinnu Norðurlandanna á þessu sviði með því að samæfa hryðjuverkaviðbúnað landanna.