9 Mars 2021 13:15

Íslensk löggæsluyfirvöld eiga margskonar samstarf og upplýsingaskipti við Europol. Við lok síðasta árs tók Tollgæslan þátt í alþjóðlegu aðgerðinni LUDUS sem skipulögð var af Europol.

Aðgerðin stóð yfir frá 19. október 2020 til 31. janúar 2021 og fól í sér sérstakt eftirlit með öryggi leikfanga sem ætluð eru börnum. Nokkrar sendingar voru skoðaðar af tollgæslu en engar haldlagningar voru gerðar í tengslum við aðgerðina á Íslandi.

Fréttatilkynning Europol.