19 Júlí 2018 11:48

Harald Skjönsfjell, formaður norsku kennslanefndarinnar hjá KRIPOS, sótti Ísland heim þann 17. júlí. Tilefnið var að undirbúa námskeið sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra og fleiri munu sækja hér á landi í október. Á sama tíma þá verður einnig haldinn reglulegur fundur vinnuhóps sérfræðinga hjá Interpol um kennslanefndarstörf (e.Interpol Working Group on DVI) en Norðmenn tóku nýverið við formennsku á þeim vettvangi. Sérfræðingar í kennslanefndarstörfum frá Noregi og Svíþjóð munu annast kennslu á námskeiðinu með aðkomu sérfræðinga á vegum Interpol.

Norðmenn hafa átt mjög gott samstaf við Ísland varðandi kennslanefndarstörf, en á síðasta ári var endurnýjaður samstarfssamningur (MoU) ríkislögreglustjóra og KRIPOS í Noregi um aðstoð í stærri slysum á Íslandi, þjálfun og menntun.

Á Íslandi hefur kennslanefnd starfað frá árinu 1989. Hlutverk hennar er að  bera kennsl á óþekkt lík eða líkamsleifar. Nefndin starfar eftir reglugerð 350/2009, leiðbeiningum frá Interpol og starfslýsingu sem embætti ríkislögreglustjóra hefur gefið út.

Frá vinstri; og Harald Skjönsfjell, formaður norsku kennslanefndarinnar hjá KRIPOS og Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra.