9 Nóvember 2007 12:00

Lögreglustjórarnir á Hvolsvelli og Eskifirði hittust í gær í Freysnesi og undirrituðu samstarfssamning.

Markmið samningsins er að efla og samhæfa almenna löggæslu og auka hreyfanleika lögregluliðanna á Eskifirði og Hvolsvelli.

Frá og með síðustu áramótum sameinaðist lögregluliðið í V-Skaftafellssýslu við lögregluna á Hvolsvelli, en lögreglan í A-Skaftafellssýslu heyrir undir lögreglustjórann á Eskifirði, þannig að umdæmin liggja saman á Skeiðarársandi.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar við tækifærið.