19 Október 2011 12:00

Fyrir tíu árum komu lögreglukonur saman í Ríga í Lettlandi og stofnuðu samtökin NBNP (Nordic-Baltic Network of Policewomen). Tilgangurinn var og er að efla stöðu kvenna innan lögreglu, bæði á faglegum og jafnréttislegum grunni. Fulltrúar Íslands í stjórn samtakanna eru þær Berglind Eyjólfsdóttir og Jóhanna Heiður Gestsdóttir en aðrar aðildarþjóðir eru Danmörk, Noregur, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen. Stjórn samtakanna fundar tvisvar á ári en lögreglukonurnar mættu síðast til skrafs og ráðagerða í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Við það tækifæri var myndin hér að ofan tekin en sú neðri er frá eldri samkomu samtakanna.

HEIMASÍÐA NBNP