23 Ágúst 2002 12:00

Þegar fer að hausta má búast við að sauðfé komi af afréttum til byggða.  Víða eru girðingar með vegum lélegar eða engar í Dölum.  Ökumenn eru því beðnir að sýna varúð sérstaklega eftir að skyggja tekur.

Þá fara í hönd smalamennskur og réttir.  Ökumenn eru beðnir um að sýna sauðfjárrekstrum, sem í sumum tilfellum þurfa að fara með vegum, tillitsemi og þolinmæði.