15 September 2014 12:00

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 144 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þarna var á ferðinni sautján ára piltur, sem játaði brot sitt.

Fingralangir í flugstöðinni

Fingralangir voru nýverið á ferð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úr gleraugnaverslun var stolið Ray Ban sólgleraugum að verðmæti 21.900 krónur. Úr annarri verslun var tösku stolið úr hillurekka. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málin.