8 Júní 2015 13:22

 

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært sautján ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 149 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund. Ökumaðurinn gat ekki framvísað ökuskírteini þegar um það var beðið.  Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Fleira var athugavert við ökumenn og bifreiðar, því einn sem stöðvaður var við hefðbundið eftirlit reyndist vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Annar ók með filmur í fremri hliðarrúðum og var bifreiðin því boðuð í skoðun. Sá þriðji ók á fjórum negldum hjólbörðum og þurfti að greiða 20 þúsund króna sekt.