14 Nóvember 2006 12:00

Þessa dagana  er sjö manna sendinefnd frá Sirene skrifstofu lögreglunnar í Lettlandi í heimsókn hér á landi.  Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna sér starfsemi Sirene skrifstofunnar og þá tæknilegu útfærslu sem alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur mótað þeirri starfsemi. 

Sendinefndin mun leggja áherslu á að kynna sér dagleg störf skrifstofunnar og hvernig hún fellur að öðrum störfum alþjóðadeildar. Jafnframt heimsækir hún Tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins, lögreglustjórann á Keflavíkurflugvelli, fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsluna.

Myndin sýnir ríkislögreglustjóra funda með sendinefndinni.