10 Febrúar 2014 12:00

Dagana 3. til 5. febrúar síðastliðinn heimsótti sendinefnd Íslands Europol (European law enforcement agencey). Í sendinefndinni voru Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Snorri Olsen, tollstjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Sendinefndin átti fund með Rob Wainwright, forstjóra Europol og einnig aðra fundi um helstu verkefni Europol og samstarfsverkefni við lögreglu- og tollayfirvöld á Íslandi.

Lögreglu- og tollayfirvöld hafa nýverið gert með sér samstarfssamning um tengslafulltrúa Íslands við Europol og samstarf við stofnunina.