21 Júní 2018 07:33

Sendinefndir ríkislögreglustjóra Norðurlandanna áttu í gær fund með Luis Carrilho yfirmanni lögreglumála hjá Sameinuðu þjóðunum til að ræða samstarf og áherslur landanna.

Fundurinn er haldinn í tengslum við fund yfirmanna lögreglu landa sem aðild eiga að Sameinuðu þjóðunum haldinn dagana 20. til 21. júní.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, finnski ríkislögreglustjórinn Seppo Kolehmainen, Haraldur Johannessen, Luis Carrilho og norski ríkislögreglustjórinn Odd Reidar Humlegård