10 Apríl 2009 12:00

Sérstakt eftirlit um páska 2009.

                                 

Þyrlan og áhöfn á ferð sumarið 2008.

Lögreglan á Hvolsvelli verður með sérstakt hálendiseftirlit á láði og í lofti um páskahelgina. Sérstaklega verður fylgst með ástandi ökumanna, bæði hvað varðar ölvunar-, fíkniefna- og svo utanvegarakstur.

 Þessi helgi er fyrsta stóra ferðahelgi ársins. Viljum við benda fólki á að akstur utan vega er bannaður og getur valdið miklum spjöllum á óspilltri náttúru en núna er frost  að fara úr jörðu. Einnig ítrekum við að áfengi og önnur vímuefni fara ekki saman með akstri ökutækja. 

Þessu munum við sérstaklega fylgjast með um þessa helgi og byrjar eftirlit í dag á sérútbúnum lögreglubíl til fjallaferða og ölvunareftirlits.  Einnig verður þyrla Landhelgisgæslunar okkur til aðstoðar með lögreglu um borð. 

Gleðilega páska,                                                                                               

Lögreglan Hvolsvelli,

Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri