23 Júlí 2020 19:23

Verkefni sérsveitar ríkislögreglustjóra eru fjölbreytt eins og þau eru mörg. Á dögunum tóku liðsmenn þátt í æfingu Brunavarna Rangárvallasýslu þar sem reykköfun var æfð sem og slökkvistarf. Hlutverk sérsveitar var að greina og miðla upplýsingum af vettvangi svo stjórnendur í slökkvistarfi geti metið aðstæður. Dróni er notaður til þess. Hann er útbúinn hitamyndavél sem hjálpar til við að meta útbreiðslu elds, til að mynda í íbúðarhúsnæði. Á æfingunni með slökkviliðsmönnum var eldur kveiktur í gömlu íbúðarhúsnæði á Suðurlandi sem ekki er lengur í notkun. Æfing sem þessi nýtist sérsveit vel þar sem tæknileg atriði eru prófuð.