22 Október 2007 12:00

Síðastliðinn föstudag var haldið hátíðlegt 25 ára afmæli sérsveitarinnar, víkingasveitarinnar. Sérsveitin var stofnuð árið 1982 og luku fyrstu lögreglumennirnir nýliðanámskeiði hjá sérsveit norsku lögreglunnar þá um vorið.  Um 80 lögreglumenn hafa gegnt störfum í sveitinni frá upphafi og nú starfa 42 lögreglumenn í sérsveit. Árið 1999 fluttist sveitin frá lögreglustjóranum í Reykjavík til ríkislögreglustjóra. Stefnt er að því að á árinu 2008 verði sérsveitin skipuð 52 lögreglumönnum. Á höfuðborgarsvæðinu starfa nú 34 sérsveitarmenn, 4 á Norðurlandi og 4 á Suðurnesjum.

Í tilefni af þessum tímamótum efndi sérsveitin til afmælisfagnaðar á æfingasvæði sínu í Hvalfirði.  Auk starfandi sérsveitarmanna var öllum fyrrverandi sérsveitarmönnum boðið til fagnaðarins ásamt yfirstjórn lögreglu.  Þá mættu einnig yfirmenn allra lögreglusérsveita á Norðurlöndunum. 

Sérsveitin sýndi búnað sinn og nokkrar útfærslur á aðgerðum. Dómsmálaráðherra bauð til móttöku. Hér birtast nokkrar myndir sem teknar voru af þessu tilefni.