2 Apríl 2013 12:00

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík bauð sérsveit ríkislögreglustjóra á námskeið í fallhlífarstökki á dögunum. Námskeiðið stóð yfir í viku og var um að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. Landhelgisgæslan tók þátt í námskeiðinu og flugvélin TF-SIF var notuð við stökkin. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur langa reynslu á þessu sviði og hefur stundað björgunarfallhlífarstökk eftir alþjóðlegum stöðlum til margra ára. Fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra er þetta kærkomin viðbót við þá flutningsmöguleika sem fyrir hendi eru. Fallhlífarstökkið er hugsað til þess að koma sérsveitarmönnum fljótt á vettvang þar sem þeirra er þörf. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er vel útbúin og frábær fyrir svona verkefni.