11 September 2014 12:00

Átakið „Göngum í skólann“ var sett við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla í gær. Árlega taka milljónir barna þátt í „Göngum í skólann-verkefninu“ í yfir 40 löndum víðs vegar um heim. Ísland tekur nú þátt í áttunda sinn en bakhjarlar verkefnisins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Ríkislögreglustjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landlæknisembættið og landssamtökin Heimili og skóli. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla. Íslensk börn og fullorðnir, sem taka þátt í verkefninu, slást þar með í för með mörgum öðrum þjóðum heims, svo sem Áströlum, Brasilíumönnum, Kýpurbúum, Bretum, Írum, Nýsjálendingu, Svisslendingum og Bandaríkjamönnum. Athöfnin í Laugarnesskóla var bæði fjörug og skemmtileg. Að þessu sinni voru mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og síðast en ekki síst Solla stirða viðstödd setninguna.