7 Mars 2017 10:51

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði  sex ökumenn um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Í bifreið eins ökumannsins fannst meint kannabisefni í hanskahólfi. Undir mottu í aftursæti annarrar bifreiðar fundu lögreglumenn þrjár pakkningar með ætluðum fíkniefnum.  Þriðji ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur jók hraðann og reyndi að komast undan. Eftir alllangan akstur ók hann inn í port og komst þá ekki lengra. Auk þess sem ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur reyndist hann ekki vera orðinn 17 ára og var því án ökuréttinda. Með honum í bílnum voru fjögur ungmenni og var eitt þeirra með meint fíkniefni í vasa. Lögregla gerði barnaverndarnefnd viðvart um málið.