28 Ágúst 2014 12:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra, heimsótti ríkislögreglustjóra í morgun ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra. Embætti ríkislögreglustjóra er fyrsta embættið sem ráðherra heimsækir sem dómsmálaráðherra. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherra og kynnti honum helstu verkefni embættisins og ræddu þeir lögreglu- og almannavarnamálefni.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn ráðherrans