26 Janúar 2012 12:00

Í framhaldsdeild Lögregluskóla ríkisins er árlega haldinn fjöldi námskeiða fyrir starfandi lögreglumenn. Í þessari viku er haldið svokallað AMF-námskeið, sem er fjögurra daga námskeið, ætlað til að þjálfa lögreglumenn sérstaklega í akstri með forgangi.

Á þessu námskeiði gerðist það, í fyrsta sinn eftir því sem best er vitað, að á því sátu saman feðgin sem bæði eru lögreglumenn. Á myndinni má sjá þau Kolbrúnu Björg Jónsdóttur, sem er lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og föður hennar, Jón Kr. Valdimarsson, varðstjóra hjá sérsveit Ríkislögreglustjórans. Það var samdóma álit þjálfara á námskeiðinu að ekki megi á milli sjá hvort þeirra feðgina sé betri og öruggari ökumaður.