2 Nóvember 2011 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við gangandi  vegfarendur að nú er tími endurskinsmerkja runninn upp.  Mikilvægt er að gangandi og hlaupandi vegfarendur verði sér úti um endurskinsmerki ef þeir bera þau ekki nú þegar.  Eru foreldrar sérstaklega hvattir til að sjá til þess að börn þeirra noti endurskinsmerki þannig að þau sjáist vel í skammdeginu.  Mikilvægt er að töskur, sem skyggja á endurskinsmerki  yfirhafna séu einnig með endurskini.  Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg ökumönnum, rétt staðsett í hæð ökuljósa og er fjöldi þeirra aldrei of mikill.  Einnig er hjólreiðafólk hvatt til að nota endurskinsmerki og sjá til þess að ljósabúnaður hjólanna sé í lagi.