22 Janúar 2009 12:00

Lögreglan á Selfossi handtók sjö ungmenni í gær vegna innbrots og þjófnaðar í Laugarási í Biskupstungum.  Lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar ferðir manna á jeppabifreið í gróðurhúsahverfi í Laugarási rétt fyrir miðnætti síðastliðins þriðjudags.  Lögreglumenn fóru þegar í stað á tveimur lögreglubifreiðum og fóru leiðir sem husanlegt væri að mennirnir gætu farið.  Það bar þann árangur að lögreglumennirnir fundu jeppan á ferð skammt frá Laugarási.  Í jeppanum voru fimm ungmenni sem sögðust vera þar í útsýnisferð.  Ekkert þýfi var í bifreiðinni en þar sem grunur lék á að nokkru áður hafi kerra verið aftan í bifreiðinni var gerð leit að henni.  Kerran fannst við Reykholt í Biskupstungum og í skurði rétt við fundust ýmis öryggisbúnaður sem notaður er við akstur torfæruhjóla.  Ungmennin fimm voru handtekinn og færð í fangageymslu á meðan frumrannsókn fór fram.  Í ljós kom síðar torfæruhjóli hafði verið stolið frá Laugarási og grunur um að ungmennin ættu þar hlut að máli.  Tveir voru síðar handteknir vegna meintrar aðildar að málinu.  Ungmennin sjö viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa brotist inn í Laugarási og stolið torfæruhjólinu og ætlað að stela öðru til viðbótar en tókst ekki að gangsetja það.  Kerrunni stálu þau þar sem hún var við Búrfellsveg í Grímsnesi.  Ungmennin höfðu ætlað sér að brjótast inn í sumarbústaði í ferðinni en ekkert varð úr því þar sem þau voru stöðvuð áður en til þess kom.