2 Júní 2003 12:00
Sjóarinn síkáti 30.05-01.06.2003
Mikil hátíðahöld fóru fram í Grindavík um helgina, Sjóarinn síkáti, og er skemmst frá því að segja að skemmtanahaldið fór einstaklega vel fram og eiga skipuleggjandur þakkir skyldar fyrir góða skipulagningu. Þarna var um mjög skemmtilega fjölskylduskemmtun að ræða og þarna mætti fjöldi manns til þess að njóta hátíðarhaldanna í frábæru verðri. Það er skoðun lögreglunnar að mannlífið á Suðurnesjum sé að gjörbreytast til hins betra og vill þakka það markvissri forvarnastefnu bæjaryfirvalda og lögreglunnar á svæðinu. Ekki má gleyma að þakka fólkinu sjálfu sem sótti þessi hátíðarhöld, en lögreglan þurfit ekki að hafa afskipti af einum einasta manni. Til hamingju Grindvíkingar með vel heppnaða fjölskylduskemmtun