25 Maí 2007 12:00
Hátíð í tilefni Sjómannadagsins á Patreksfirði árið 2007.
Fréttatilkynning frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Á Patreksfirði hefur oft verið margt um manninn í tengslum við hátíðarhöldin tilheyrandi Sjómannadeginum. Búist er við töluverðum fjölda gesta til staðarins í ár, sem og fyrr. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og mjög áhugaverð.
Lögreglan hefur verið með aukinn viðbúnað á hverju ári vegna þessarar hátíðar. Í ár mun þessi viðbúnaður verða efldur til muna. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá sami og undanfarin ár að tryggja öryggi íbúa svæðisins og gestanna sem þangað koma.
Alls munu 15 lögreglumenn skipta með sér vöktum á Patrekfirði og nágrenni þessa hátíðisdaga. Um er að ræða lögreglumenn í lögreglunni á Vestfjörðum og þeim til aðstoðar verða lögreglumenn frá Borgarnesi og frá ríkislögreglustjóra-embættinu. Tveir velþjálfaðir fíkniefnaleitarhundar verða lögreglumönnunum á svæðinu til aðstoðar.
Megináherslur lögreglunnar hvað þennan viðbúnað varðar eru eftirfarandi :
Það er von lögreglunnar á Vestfjörðum að hátíðarhöldin fari vel fram og verði gestgjöfunum sem og gestunum til sóma. Lögreglan mun verða í nánu sambandi við barnaverndaryfirvöld á staðnum ef til afskipta af ungmennum kemur og eins mótshaldara varðandi góða reglu. Þá kallar lögreglan eftir ábendingum hins almenna borgara ef eitthvað er athugavert s.s. hugsanlegur fíkniefnaflutningur til svæðisins, en oft er það fylgifiskur fjölmennra samkoma. Fullrar nafnleyndar er gætt í því sambandi.
Þá hvetur lögreglan foreldra ungmenna til að vera vel á varðbergi varðandi hugsanlegri óheillavænlegri hópamyndun barna þeirra í tengslum við hátíðina.