17 Desember 2009 12:00

Lögreglan á Eskifirði rannsakar orsakir alvarlegs sjóslyss sem varð um kl. 08:00 í gærmorgun við svokallaðar Brökur norð-austan við Skrúð þegar vélbáturinn Börkur frændi NS-55 fórst.  Tveir menn voru á bátnum og komst annar þeirra í björgunarbát og var bjargað um borð í fiskibát, en hinn lést.

Maðurinn sem lést hét Guðmundur Sesar Magnússon fæddur 1952.  Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

Engar frekari upplýsingar um framvindu rannsóknar verða gefnar að svo stöddu.