5 Desember 2008 12:00
Sjósundfélagi lögreglunnar var á dögunum veitt sérstök viðurkenning af Sundsambandi Íslands. Með því vildi sundhreyfingin sýna sundmönnum lögreglunnar þakklæti fyrir að hafa haldið úti svokölluðu nýárssundi um langt skeið. Þess má jafnframt geta að tengsl Sundsambands Íslands og lögreglunnar eru mikil en þegar sambandið var stofnað árið 1951 var það einmitt gert á lögreglustöðinni. Nánar tiltekið á skrifstofu Erlings heitins Pálssonar yfirlögregluþjóns en hann var jafnframt fyrsti formaður Sundsambands Íslands. Að lokum er minnt á nýárssund Sjósundfélags lögreglunnar í Nauthólsvík 1. janúar 2009 kl. 13. Potturinn verður opinn!
Berglind Eyjólfsdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Sjósundfélags lögreglunnar. Með henni á myndinni er Hörður J. Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands.