10 Ágúst 2010 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið 6 myndavélar að gjöf frá Sjóvá. Myndavélarnar koma að mjög góðum notum en þær verða notaðar við umferðarlöggæslu. Gjöfin er veitt í tilefni af 50 ára afmæli umferðardeildar lögreglunnar en þeim tímamótum var fagnað fyrr í sumar. Það var Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvá, sem afhenti myndavélarnar í sérstöku hófi sem haldið var í höfuðstöðvum LRH í síðustu viku. Forstjórinn sagði m.a. við það tækifæri að það væru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að lögreglan geti unnið störf sín af nákvæmni og nýtt nýjustu tækni hverju sinni.

Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri tók við gjöfinni frá Lárusi Ásgeirssyni, forstjóra Sjóvá.