6 Febrúar 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda skartgripa sem eru í hennar vörslu. Einnig er leitað eigenda snyrtivara og tösku, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, en allir áðurnefndir munir fundust við húsleit sl. laugardag. Þeir sem gera tilkall til þessara hluta eru beðnir um að senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi. Vinsamlegast athugið að hægt er skoða umrædda hluti betur með því að smella á meðfylgjandi hlekki: MYND 1 MYND 2