29 Júlí 2004 12:00

Seinnipart þriðjudagins 27. júlí sl. voru framin skemmdarverk á tveimur smábátum sem stóðu á uppfyllingunni fyrir sunnan vöruafgreiðslu Eimskips/Flytjanda á Ísafirði.  Þar voru rúður í báðum bátunum brotnar, sömuleiðis mælar, siglingaljós og ýmislegt annað sem var um borð í öðrum bátnum.

Vegfaranandi mun hafa séð til fjögurra ungra drengja hlaupa af vettvangi.  Lögreglan óskar eftir að fleiri vitni að skemmdarverkunum gefi sig fram.  Þá skorar lögreglan á viðkomandi drengi að gefa sig fram við foreldra sína.