26 Apríl 2007 12:00

Nokkuð hefur borið á því á liðnum misserum að einstaklingar vinni skemmdir á lögreglubifreiðum.  Embætti ríkislögreglustjóra lítur slík mál alvarlegum augum.  Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að fela lögmannsstofu að útbúa ítarlegar bótakröfur í slíkum tilvikum og fylgja innheimtu krafnanna eftir af festu.  Hefur það gefið góða raun og verður því haldið áfram.