12 September 2014 12:00

Skemmdarverk voru unnin á átta byggingum í eigu Háskólagarða á Ásbrú í Reykjanesbæ nýverið. Var lögreglunni á Suðurnesjum tilkynnt um athæfið síðastliðinn mánudagsmorgun og er talið að skemmdarverkin hafi verið unnin um síðustu helgi. Rúður höfðu verið brotnar og stormjárn skemmd í byggingunum og er ljóst að tjónið er umtalsvert.

Lögreglan biður þá sem kynnu að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á umræddu svæði um síðustu helgi, eða geta hugsanlega veitt upplýsingar um málið, að hafa samband í síma 420-1800