19 Desember 2006 12:00
Fréttatilkynning vegna skipstrands við Hvalsnes í Sandgerði nr. 3
Send út kl. 13:53.
Skipverji af danska varðskipinu Triton fórst við björgunarstörf á strandstað við flutningaskipið Wilson Muuga í morgun. Í samvinnu við danska sendiráðið er unnið að því að tilkynna ættingjum hins látna um atburðinn.
Göt eru komin á skrokk skipsins og hefur eitthvað af hráolíu lekið frá því. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Olíudreifingu vinna að mengunarvörnum á slysstað en útlit er fyrir að ekki takist að dæla olíu úr skipunu í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti starfsmann Gæslunnar ásamt lögreglumanni um borð í skipið og hafa þeir unnið þar að björgunar- og rannsóknarstörfum. Kl. 13:42 var búið að flytja 4 áhafnarmeðlimi í land með þyrlu Landhelgisgæslunnar og er gert ráð fyrir að allir verði komnir frá borði innan skamms.