19 Desember 2006 12:00

Fréttatilkynning vegna skipstrands við Hvalsnes í Sandgerði nr. 5

Send út kl. 18:40

Björgunaraðgerðum vegna áhafnar Wilson Muuga er lokið og allar aðgerðir á strandstað munu liggja niðri í nótt. Ef aðstæður haldast óbreyttar í nótt og skipið verður kyrrt á sama stað í fyrramálið verða undirbúnar aðgerðir til að dæla olíunni úr skipinu í land. Hollustuvernd ríkisins stýrir mengunarvarnaraðgerðum í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands, Siglingastofnun Íslands og Almannavarnardeild ríkislögreglustjórans.

Skipið er flatbotna og er botn þess illa farinn og gat komið á að minnsta kosti 3 botntanka. Í skipinu munu vera 115-120 tonn af þunnri svartolíu af gerðinni ifo-60 og um 14 tonn af gasolíu. 

Lögregluvakt verður áfram á strandstað.