19 Desember 2006 12:00
Fréttatilkynning vegna skipstrands við Hvalsnes í Sandgerði nr. 2
Send út kl. 11:16
Áfram er unnið að björgunar- og mengunarvarnaaðgerðum á slysstað við Hvalsnes af hálfu lögreglu, Landhelgisgæslunnar, björgunarsveita og Umhverfisstofnunar vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga.
Háfjara verður um kl. 11:30, skipið stendur á kili og er stöðugt á strandstað. Búið er að koma línu um borð. Þyrla er við skipið til að sækja hluta áhafnarinnar þannig að einungis verði um borð þeir skipverjar sem bráðnauðsynlegt er að séu þar eftir vegna björgunar- og mengunarvarnaaðgerða.