12 Desember 2007 12:00

Um síðastliðna helgi var brotist inn í húsnæði Menntaskólans á Ísafirði, á Torfnesi.  Þaðan var stolið skjávarpa af gerðinni Arpro.  Brotist var inn um glugga á kjallara skólans, er snýr að Seljalandsvegi.  Skjávarpinn var festur í loftfestingu í einni kennslustofu skólans.

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar þjófnaðinn og óskar eftir upplýsingum frá öllum þeim sem hafa vitneskju um verknaðinn.