14 Apríl 2011 12:00

Lögreglumönnum er ýmislegt til lista lagt og það átti sannarlega við um Axel heitinn Helgason, stofnanda fingrafaradeildar rannsóknarlögreglunnar og síðar forstjóra í Nesti. Axel, sem starfaði í lögreglunni 1937-1957, var ennfremur frístundamálari og myndhöggvari og eftir hann liggja ýmis verk. Þeirra á meðal eru nokkrar skopmyndir sem væntanlega eru af samferðamönnum hans en myndirnar eru trúlega teiknaðar á fimmta áratugnum. Þær má sjá hér að neðan en ef einhver þekkir mennina á myndunum er sá hinn sami góðfúslega beðinn um að senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða hringja í síma 444-1000 á skrifstofutíma.