9 Apríl 2024 11:35

Umhverfisstofnun hefur undanfarin ár sinnt skotvopnanámskeiðum fyrir hönd ríkislögreglustjóra og lauk samningi þar um síðustu áramót. Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að finna aðila sem geta sinnt verkefninu og verður útboð þar um auglýst innan tíðar. Að öllu óbreyttu er gert ráð fyrir að samningur vegna verkefnisins verði kominn á í maí næstkomandi og að fyrstu námskeið þeirra aðila sem samið verður við fari fram í ágúst.

Frekari upplýsingar verða birtar hér á vef lögreglu um leið og þær liggja fyrir.