10 Apríl 2018 11:53

Lögreglan á Suðurnesjum hefur fjarlægt skráningarmerki af þrettán bifreiðum á síðustu dögum þar sem þær voru ótryggðar, óskoðaðar eða hvoru tveggja.  Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem var á ferðinni í fyrrakvöld á bifreið sem var án allra skráningarmerkja. Hann var að sjálfsögðu stöðvaður og reyndist hann vera án ökuréttinda. Hafði lögregla áður haft afskipti af sama aðila vegna ítrekaðra brota á umferðarlögum.