24 Ágúst 2016 21:48
Vísað er til fyrri fréttatilkynningar lögreglunnar á Vestfjörðum um handtöku áhafmarmeðlims um borð í skútu er lá við bryggju á Suðureyri í nótt sem leilð.
Um var að ræða skipstjóra skútunnar sem reyndist ölvaður við handtöku. Yfirheyrslur yfir öllum skipverjum hafa farið fram í dag. Skipstjóranum hefur nú verið sleppt lausum. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur gert manninum sekt á grundvelli vopnalaga og einnig brota á lögum er varða tilkynningaskyldu skipa til vaktstöðvar siglinga.
Hald var lagt á þrjú skotvopn sem reyndust vera um borð í skútunni. Þau hafa verið afhent tollgæslunni. Við rannsókn málsins kom ekkert fram er bendir til þess að þeim hafi verið beitt eða reynt hafi verið að grípa til þeirra. Hins vegar töldu tilkynnendur sig hafa ástæðu til að ætla að skipstjórinn myndi grípa til þeirra vegna þess ágreinings sem varð um borð í skútunni í nótt.