30 Júlí 2013 12:00

Skýrsla ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum 2013 er nú komin út. Eitt af hlutverkum greiningardeildar ríkislögreglustjóra samkvæmt reglugerð nr. 404/2007 er að vinna stefnumiðaða greiningu (e. „strategic analysis“) varðandi ógn af skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. Jafnframt er deildinni ætlað að leggja mat á ógn af hryðjuverkum.

Mat þetta ber að vinna á víðtækum grunni sem taki mið af þróun mála hérlendis og erlendis. Jafnframt er greiningardeild ætlað að segja til um líklega framtíðarþróun á þessum tilgreindu sviðum. Megináherslan er lögð á að greina þróun og breytingar sem orðið hafa.

Markmiðið með gerð skýrslunnar er nú sem fyrr að upplýsa almenning og ráðamenn um stöðu mála á þessum tilgreindu sviðum.

Skýrsluna má nálgast hér.