9 Maí 2023 16:30

Meginmarkmið greiningardeildar ríkislögreglustjóra með útgefnum skýrslum sínum er að skapa sameiginlega skilning á þeim áskorunum og viðfangsefnum sem bæði lögreglan og samfélagið allt stendur frammi fyrir á hverjum tíma.

Umfangsmiklar breytingar hafa orðið í öryggis- og varnarmálum Evrópu og verulegur hluti þeirra ógna sem til fjölþáttaógna teljast falla beint undir lögbundið hlutverk lögreglu. Ábendingar hafa borist, m.a. frá forsætisráðherra Íslands um að mikilvægt sé að skapa traustan umræðugrundvöll um eðli og áhrif, þ.m.t. pólitísk áhrif helstu fjölþáttaógna.

Greiningardeild hefur ritað hættumat sem birtist hér á opnum vef lögreglunnar þar sem fjallað er ítarlega um hugtakið og eðli fjölþáttaógna.

Skýrsla greiningardeildar um fjölþáttaógnir