19 Júní 2015 10:10

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Farþegi slasaðist í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Stekks og Reykjanesbrautar. Bifreiðin sem hann var í  var ekið frá stöðvunarskyldu út á Reykjanesbraut og í veg fyrir aðra bifreið. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala. Bílarnir voru fjarlægðir af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá endaði bifreið ökumanns, sem sofnaði undir stýri, utan vegar  austan við Grindavíkurveg. Bifreiðin var óökufær eftir atvikið og var fjarlægð með dráttarbifreið.