27 Apríl 2023 14:00

Lögreglan á Suðurlandi fékk í gær tilkynningu um að skemmdir hefðu verið unnar á ljósleiðarastreng í grennd við Þykkvabæ. Um er að ræða nýlagða fjarskiptalögn Ljósleiðarans ehf. sem til stóð að taka í notkun á næstunni. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og óskar lögregla eftir því að þeir eða þau sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið setji sig í samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.