26 Ágúst 2020 18:28

Óskað var eftir aðstoð vegna manns sem hafði slasast á göngu á Snæfelli um klukkan 12:30 í dag. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður en gat ekki komist án aðstoðar niður af fjallinu.

Björgunarsveitir voru ræstar út og svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi virkjuð.

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands klukkan 13:00 til að koma manninum niður af fjallinu.

Þyrlan sótti hinn slasaða og flutti undir læknishendur á Akureyri,  þyrlan lenti þar um klukkan 16:30.