24 Júní 2015 17:27

Tvö börn, 5 og 6 ára gömul, slösuðust í Borgarnesi rétt fyrir hádegi í dag þegar stórt grjót valt á þau. Þau voru að leik í bakgarði íbúðarhúss í bænum þegar þetta gerðist. Drengurinn er líklega handleggsbrotinn en stúlkan fótbrotin og bæði hlutu þau aðra minni áverka. Stúlkan fékk steininn ofan á sig og gat sjúkraflutningamaður sem fyrstur var á vettvang velt grjótinu af henni. Þarna munaði mjóu og mikil mildi að ekki fór verr. Bæði voru þau flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Óskum þeim skjóts bata og alls hins besta.