26 Júní 2007 12:00
Lögreglan á Vestfjörðum, með aðstoð tæknisviðs Vinnueftirlitsins, hefur nú lokið rannsókn á slysinu sem varð í Djúpadal í Barðastrandasýslu þann 3. júní sl. Niðurstaðan er sú að ófullkominn gasbruni í kæli sem var í notkun í tjaldvagninum olli því að mikil kolmónoxíðmyndun varð. Þetta ásamt því að búnaðurinn var inni í lokuðu rými, þó um tjaldvagn hafi verið að ræða, er talið hafa orðið til þess að mikið magn kolmónoxíðs varð inni í vagninum. Eins og fram hefur komið í fréttum af málinu misstu hjónin, sem sváfu í tjaldvagninum, meðvitund og voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Þau hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi og eru óðum að ná bata.
Lögreglan á Vestfjörðum hvetur alla þá sem nota gasbúnað að kynna sér ráðgjöf á heimasíðu Vinnueftirlitsins á síðunni vinnueftirlit.is og eins aðleita eftir aðstoð fagaðila við uppsetningu og notkun gastengds búnaðar.